Klifur í Hvalfirði og á Skessuhorninu


Undirritaður fór með einn viðskiptavin í tveggja daga klifur. Mánudagurinn 26. feb var tekinn í Hvalfirði þar sem við klifruðum 3 ísleiðir af gráðunum WI3-4. Gott veður þægilegt hitastig til ísklifurs, ca. -5°C.
Á miðvikudeginum 28. feb fórum við á NA-hrygg Skessuhornsins þar sem aðstæður voru með besta móti til snjóklifurs, hart og gott færi sem þýddi hröð yfirferð. Viðskiptavinurinn, Jeff, sagði orðrétt; ...best fun I have ever had with my clothes on!!! Frábært veður og í alla staði góður dagur á fjöllum!
Friðjón Þ.

No comments: