Eitthvað varð lítið úr umfjöllun um ferð Leifs á Aconcagua en hann er kominn heim eftir að hafa náð tindi hæðsta fjalls S-Ameríku, Aconcagua. Vonandi fáum við einhverja ferðasögu frá kappanum við tækifæri ásamt myndum!
Annars var ég, undiritaður, að koma heim líka í vikunni eftir að hafa vaðið snjó í Kanada og má með sanni segja að það sé aðeins meiri snjór þar heldur en á Íslandi. Meðaltalið var yfir 3m þar sem ég fór um...nokkuð gott.
Áður en byrjað var að skíða þá skellti ég mér í létt ísklifur með Dodda (Þórði) sem vinnur töluvert fyrir ÍFLM
Friðjón
No comments:
Post a Comment