Heyrst hefur aðeins í Leifi Erni frá hlíðum Aconcagua en samband slitnaði fljótlega...þó náðist að fá að vita að allt gengur eftir áætlun. Innan skamms verður meira að frétta af Leif á heimasíðu Útiver, www.utivera.is
Ég skrifa þessa klausu frá Canmore í Kanada og stefnan tekin í dag að Golden sem liggur á milli Klettafjallanna og Purcelfjallgarðsins. Á dagskránni er 7 daga próf í snjóflóðafræðum og ef eitthvað skemmtilegt verður í gangi þá koma fréttir og einhverjar myndir í kaupæti.
Veturinn í Kanada hefur verið hreint ótrúlegur hingað til og eru snjóaðstæður þveröfugt við Evrópu...búið að vera fullt af snjó hérna frá upphafi vetrar og varla verið meiri snjór í áratugi.
skíðakveðja,
Friðjón
No comments:
Post a Comment