Einar ekki lengur í Ekvador - Leifur stefnir á Aconcagua

Þá eru Einar Torfi og Dagný komin til landsins eftir flotta ferð til Ekvador. Þau gengu á nokkur eldfjöll þ.á.m. Coto Paxi, sem þykkir nokkuð gott afrek en einnig átti að standa á tindi Chimborazo en snjóflóðaaðstæður komu í veg fyrir það! Frábært framtak hjá þeim!!!



Þegar ein ferð endar þá tekur annað spennandi við. Leifur Örn Svavarsson stígur uppí flugvél í dag og er stefnan hjá honum, eins og Einari, Suður Ameríka. Takmarkið er samt sem áður annað og stefnir Leifur á hæðsta fjall heimsálfunnar, Aconcagua!

Aconcagua er 6.962 metra hátt og er hæðsta fjall í heiminum utan Asíu. Fjallið er ekki tæknilega erfitt en hæðin er það mikil að ekki kemst hver sem er á toppinn.

Nóg í bili og við bíðum spennt eftir fréttum af Leifi Erni þegar hann byrjar að takast á við fjallið!



No comments: