24. jan Einar í Ekvador - Whymper skáli.




Við vorum ekkert að flýta okkur í morgun, klukkan var orðin rúmlega níu þegar við lögðum af stað. Dagurinn byrjaði á að fara í súpermarkað í bænum Ambato. Þetta var greinilega ekki “Bónus” þeirra heimamanna, mikið af dýrri innfluttri vöru og fólk af efnaminni stéttum sást ekki innandyra. Fausto keypti gott nesti fyrir okkur “gringóana” og síðan ókum við suður og vestur fyrir Chimborazo, á góðum vegi upp í 4.200m hæð og síðan malarslóða upp í skála sem er í 4.800m. Þaðan var gengið upp í Whymper skála, sem er í 5000m hæð og heitir svo eftir breska fjallamanninum Whymper sem á 19. öld gekk fyrstur manna ásamt hinum ítölsku Carrel bræðrum á tind Chimborazo.
Ritúal dagsins var svipað og fyrir Cotopaxi, við spiluðum Yatsi og lásum til kl fimm en þá borðuðum við kvöldmat og lögðum okkur síðan.

No comments: