Frá 20. Jan Einar í Ekvador - Coto Paxi sigrað!!!

Það ringdi aftur í gærkvöldi og veðrið var svalt og drungalegt þegar við lögðum af stað í morgun. Eftir um klukkutíma akstur komum við að aðalhliði Cotopaxi þjóðgarðsins og þaðan var um hálftíma akstur að mjög flottum skála þar sem gist verður í eina nótt. Cotopaxi var umvafin skýjum svo rétt sá í hann annað slagið en fjallið stendur á hásléttu sem er talsvert ólík því landslagi sem við höfum verið í fram að þessu. Hér eru ekki djúpir dalir og hæðir og fjöll, heldur til þess að gera flatt land með nokkrum stórum fjöllum. Eitt þeirra er Ruminjahui, gríðarlega fallegur hryggur með þremur tindum, rauðlitaður með gríðarlegum fjölda bergganga eða inskota. Við gengum á mið tindinn sem er 4.640 m og fengum sæmilegt skyggni uppi en ekki sól. Þetta var jafnframt síðasta aðlögunargangan því á morgun förum við upp í skála í hlíðum Cotopaxi og rétt eftir miðnætti aðra nótt munum við leggja íann ef allt gengur vel.
Þegar við komum niður aftur af Ruminjahui létti til og Cotopaxi sýndi sig í allri sinni dýrð. Leiðinn er nánast öll á jökli, krækt fyrir ísfall og stórar sprungur og svo annað ísfall (serakar).

No comments: