13.Jan. Einar í Ekvador - Spennandi akstur og byrjun á hæðaraðlögun


13 jan. Við tókum daginn snemma og fórum á húsdýramarkað heimamanna og síðan á handverksmarkað. Hér er markaður á Laugardögum og þykir markaðurinn í Otavalo einn sá besti í Andesfjöllum eða svo segir “Gædbókin”. Eftir að hafa eytt morgninum á markaðnum og fjárfest í allskonar “ómissandi” framleiðslu heimamanna fórum við í göngu umhverfis stöðuvatnið Cuicocha sem er í eldfjallagíg sem síðast var virkur fyrir 2000 árum. Okkur var ekið á vörubíl að Cuicocha og eins hér virðist siður var ekið greitt. Nema hvað að bílstjórinn ekur utan í belju sem hljóp út á veginn. Ég átti von á svona splatter slysi en belju skrattinn stóð upp og gekk í burtu.
Well, gangan var skemmtileg og náttúran falleg, við gengum hæst í 3.500m og vorum ekkert rosalega móð sem vonandi lofar góðu með áframhaldandi hæðaraðlögun. Í kvöld er svo meiningin að fara út að borða og svo á tónleika með einhverri lócal indánahljómsveit.

No comments: