11 Jan. Einar Torfi og Dagný í Ekvador - Á Eldfjallaslóðir Ekvador


Fimmtudaginn 11.jan lagði Einar Torfi Finnsson leiðsögumaður og markaðsstjóri ÍFLM, í ferð á hæstu fjöll Ecuador ásamt ferðafélaga sínum Dagnýu Indriðadóttur. Þau lentu í Quito þann 12.
Meiningin er að hita upp með nokkrum tindum milli 4000 og 5000 m og ganga svo á Cotopaxi (5.897) og Chimborazo (6.310 m sumir segja 6.267m). Ætlunin er fyrst að fara og ganga á Imbambura (4.609m), síðan Ruminiahui (4.712 m) og þar á eftir Iliniza Norte (5.126 m), síðan aðalfjöllinn tvö. Allt eru þetta eldfjöll sem standa upp úr Andes hásléttuni. Cotopaxi þykir formfegurst, dálítið eins og ofvaxinn Snæfellsjökull eða Fuji en Chimborazo hefur það að vera sá punktur jarðar sem er fjærst miðju hennar.