22. Jan. Fréttir - Ísklifur II


Núna um helgi héldu ÍFLM, í samvinnu með Ísalp, framhaldsnámskeið í ísklifri og voru 7 mættir til leiks ásamt leiðbeinendum frá ÍFLM, þeim Ívari F. Finnbogasyni og Friðjóni Þórleifssyni.


Farið var inní kjaftinn á Glymsgilinu og dvalið þar við klifuræfingar og fleira. Þar var farið ítarlega yfir megintryggingarnar, V-þræðinga og útskýrt hvernig og hvenær á að tvöfalda þá eða jafnvel þrefalda. Einnig var farið yfir sigtækni, notkun einstefnulása í akkeri ásamt fleiri atriðum. Seinni hluti dagsins var síðan notaður til að klifra í ofanvað og voru þá valdar erfiðari leiðir og ískerti og má þess geta að þá stigu nokkrir þátttakendur það skref að leiða sína fyrstu leið. Að mati kennaranna heppnaðist dagurinn frábærlega og var klifrað fram í myrkur.
Hér er slóði á nokkrar myndir frá Guðmundi sem var þátttakandi;

2 comments:

Bragi said...

Sælir

Flott námskeið. Mjög gagnlegt í alla staði. Kennarar voru til fyrirmyndar. Er kominn með delluna.

Freon said...

og fyrirmyndar fólk á námskeiðinu yfir höfuð!!!:)
friðjón