Ræs kl 4 og haldið af stað kl 5 um morguninn því nú átti að ganga á Iliniza Norte 5.120m. Við þurftum að keyra í 30 mín og hófum svo gönguna í 3.900 m hæð, rétt fyrir dögun. Frábært veður og gott skyggni og útsýni stórkostlegt yfir á Cotopaxi næst hæsta fjall Ecvador. Gangan gekk vel og við vorum komin að skála í 4.700m um 8. Töluvert hafði snjóað í fjallið í rigningunni í gær og gerði það leiðina örlítið meira krefjandi en venjulega. Við vorum tvo tíma að brölta leið sem gæd bókinn gráðar 5.3 og sátum á toppnum rétt upp úr 10. Frábær leið og flott fjall með gríðarlegu útsýni. Við vorum komin aftur niður á Gistiheimili upp úr hádegi og slökkuðum síðan á. Þegar þetta er skrifað er Dagný að horfa á hræðilega sjóræningjaútgáfu af King Kong (á spænsku) ásamt nokkrum heimamönnum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment