Frá 18. Jan Einar í Ekvador - Ganga á La Pichincha 4.700m


Dagurinn byrjaði með göngu á 4.700m hátt eldfjall sem heitir La Pichincha og gnæfir yfir Quito. Við byrjuðum gönguna í 3.700 m og þrátt fyrir að við séum vel byrjuð að aðlagast þá finnur maður vel fyrir því í þessari hæð að gangan sækist hægar en við sjávarmál. Fjallið var sveipað skýjum sem drógust öðru hvoru nægilega frá til þess að við gætum séð niður í Quito 2000m neðar sem og fjöllin í kring. Hins vegar var 700 m djúpur gígur fjallsins hulinn skýjum allan tímann.
Við vorum komin aftur til Quito upp úr hádegi og eftir stutt stopp tókum við okkar hafurtask og ókum í suður. Það fór fljótlega að rigna eins og hellt væri úr fötu en Fausto var hin rólegasti og sagði að það myndi ekki endast lengi og það stóðst því eftir 3 tíma hafði stytt upp. Við komum okkur fyrir á Gistiheimili hjá fjölskyldu nokkuri skammt frá Iliniza Norte og Iliniza Sur sem er tvö rúmlega 5000 m há fjöll og talsvert klifin.

No comments: