23. Jan - Banos 1.800mVaknaði um hálf átta eftir næstum tíu tíma svefn. Við byrjuðum daginn á skoðunarferð en þannig liggur landið hér í Banos að bærinn er í þröngum dal sem hallar niður að Amazon. Þetta er eginlega næstum því gil frekar en dalur svo þröngt er hér á milli fjalla, og í botninum rennur stór á og margar smærri þverár renna í hana, oft í stórum fossum og eru fossarnir í Banos frægir fyrir fegurð. Við fórum yfir gljúfrið á einum stað í kláf sem var svona eins og ofvaxið barnarúm með handrið sem ekki náði manni upp í mitti og svo var staðið í græjuni ekki setið. Maður er alltaf að kynnast einhverju nýju hérna. Borðuðum frábæran hádegismat á veitingastað í dalnum, tókum okkur svo smá frítíma áður en lagt er af stað í átt að Chimborazo.
Seinni part dags ókum við svo sem leið lá í Chimborazo sýslu og tókum gistingu á gamalli lestarstöð sem hefur verið breytt í gistiheimili. Mjög sjarmerandi staður. Pínulítil, ung indiánakona sá um að elda og við tókum eftir því að hér er hinn hefðbundni fatnaður allt öðruvísi en hjá indjánakonunum í Otavalo.

No comments: