Í dag var hvíldardagur sem fólst í því að prófa sem flestar frumlegar samgönguaðferðir og mögulegt er á sem stystum tíma. Við byrjuðum daginn á hefðbundinn máta og tókum rútu niður í Ibarra. Planið var að fara með því sem Fausto kallar Autoferro og er einhverskonar lest fyrir túrhesta. Til að hitta á lestina fengum við far með annarskonar túrista flutnings apparati, sem sé á vörubílspalli sem búið er að byggja yfir og setja í bekki. Eftir um klukkustundar akstur var allt í einu beygt útaf og ekið eftir lestarteinum (frekar grófur vegur fyrir bíl) þar til komið var að djúpu gili þar sem húsaþyrping sem líktist gistingu fyrir ferðamenn var staðsett á hinum bakkanum. Til að komast yfir til að fá okkur hressingu, tókum við svifbraut sem við vorum hengd í á einhverskonar rólu. Engar læstar karabínur eða annar öryggisóþarfi var notaður heldur var maður bara hengdur í opin krók og síðan á fleygiferð ca 300 m. Allt gekk þetta vel og til að komast til baka var notaður kláfur úr steipustyrktarjárni. Ekki tók betra við, lestin eða “autoferro” var semsagt nokkurskonar frambyggður rússajeppi á sterum, a.m.k. 40 ára gamall og gekk eftir þessum líka “þráðbeinu” teinum sem mér fannst með ólíkindum að þessu frumlega eimreið gæti hangið á. Og viti menn eftir hálftíma hoss og velting kom búmm og vagnin af teinunum. Þá tóku mínir menn fram vígalegan tjakk og tjökkuðu vagnin upp á teinana aftur, vanir menn. Greinilega daglegt brauð á þeim bænum. Eftir þessi ævintýri var ekið til Quito því nú á að halda til suðurs að hærri fjöllum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment