12. Jan. Einar í Ekvador - Flugið til Suður Ameríku
12.jan 10.00. Flugið til NY var tíðindalaust, biðröðin í vegabréfaskoðun tók bara 25 mín og síðan 10 tíma bið fyrir flug til Quito með millilendingu í Panama. Flugfélagið heitir Copa og starfsmenn byrjuðu á að spyrja hvora töskuna mína ég vildi að fengi forgang. Þeir sögðu að ef mikið kæmi af farangri yrði hin taskan mín eftir og kæmi kannski á morgun. Það verður spennandi að sjá hvaða farangur skilar sér í Quito. Þegar þetta er skrifað erum við nýlent í Panama. Panama er sæmilega ríkt á Mið-Ameríku mælikvarða og þar er greinilega mikið byggt þessa dagana, sást víða í byggingarkrana þegar við flugum yfir borgina. Við sáum líka skurðinn fræga sem er lykillinn að tekjum heimamanna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment