Fyrr í mánuðinum fór ég með par frá Skotlandi á Snæfellsjökul. Mikið hafði snjóað deginum áður og ennþá meira skafið í leiðina sem við fórum! Þar af leiðandi gátum við keyrt afar stutt upp fjallið á jepplingnum okkar og komumst ekki einu sinni að Sönghelli!!! Það er óhætt að segja að maður hafi fengið að vinna jólasteikina af sér því troða varð snjó alla leið upp á topp (ca. 20sm djúp spor að meðaltali...oft meira, stundum minna).
Við fengum á okkur dýrindis veður og tók ferðin 4:30 klst upp á topp frá ca 200m hæð...nokkuð gott að vetri til án skíða í nýföllnum snjó! Svo 2 klst niður í bíl.
Friðjón Þórleifsson
No comments:
Post a Comment