12. Jan. Einar í Ekvador - Íslensku Risarnir

12 jan framhald. Leiðsögumaðurinn Fausto tók á móti okkur í Quito og fór með okkur á hótel þar sem við skildum eftir háfjallagræjurnar sem ekki munu nýtast okkur fyrstu vikuna í ferðinni. Skömmu seinna vorum við Dagný og Fausto lögð af stað til Otavalo sem er 110 km norðan Quito. Þangað er tveggja tíma ferð með áætlunarbíl þrátt fyrir að rútunni hafi beinlínis verið ekið í loftköstum allstaðar þar sem því var við komið. 90% íbúa Otavalo eru indánar, en það kom mér á óvart hversu smávaxnir þeir eru, konurnar 130 til 150 cm og karlarnir upp í 165. Ég og Dagný bókstaflega gnæfum upp úr.

No comments: