14. Jan. Einar í Ekvador - 4.000m múrinn rofinn
14. jan. Urðum ekki fyrir vonbrigðum með tónlistina í gær, fórum á bar með lifandi tónlist, Andestónlistin er mjög lifandi og skemmtileg.
Vöknuðum svo í birtingu eins og í gær og eftir staðgóðan morgunverð tókum við leigubíl upp að stöðuvatni í 3700m hæð. Þaðan gengum við á báða tinda Fuya Fuya fjallsins 4260 og 4245. Átti að vera frekar létt labb en ég stóð á öndinni og fann hressilega fyrir þunna loftinu. Þetta var samt hin skemmtilegasta ganga og þar að auki smá brölt upp kletta til að fara á hærri tindinn. Við vorum komin aftur til Otavalo um eitt leitið, fengum okkur að borða og tókum svo rútu til Ibarra og þaðan áfram til La Esperanza. La Esperansa er lítið þorp þar sem meirihluti íbúanna eru indánar. Rútan sem við tókum frá Ibarra var heldur kominn til ára sinna, innréttuð eins og strætó og gerði greinilega ekki ráð fyrir að nokkur væri yfir einn og sjötíu hvað þá að til væri fólk með jafnlanga lærleggi og ég og Dagný. Vegurinn til La Esperanza var líka ansi grófur og ójafn, mér fanst rútan aka næstum jafn mikið á öfugum vegarhelmingi og þeim rétta enda bílstjórinn á fullu að sneiða fram hjá verstu köflunum á veginum. Við komum okkur fyrir á gistiheimili sem heitir Casa Aida og er mjög sjarmerandi með útsýni til fjalla allt í kring.

No comments: