Í dag gengum við á fjallið Imbabura sem er 4600 m hátt fjall sem gnæfir yfir La Esperanza. Við tókum lókal “leigubíl” sem er pallbíll og ókum upp veg sem nær í 3.300m hæð og gengum þaðan á fjallið. Í förina slógust þýskur strákur og kanadísk stúlka sem líka ætluðu að ganga á Imbabura. Gangan byrjar á allbröttum grasbrekkum upp í 4.200 m en síðan tekur við hryggur með smá brölti hér og þar upp í 4.600 m. Útsýnið var heldur lítið því fjallið var sveipað skýjum og fyrr en varði var veðrið farið að minna á Ísland, vindgjóla með regnúða og ekkert annað en að fara í peysu og stakk og setja upp húfur og vetlinga. Okkur gekk vel og vorum 3 tíma upp og greinilegt að maður er byrjaður að aðlagast þunna loftinu eitthvað aðeins. Dagný virðist reyndar aðlagast hraðar en ég og blæs varla úr nös þegar ég geng upp og niður af mæði. Fausto var hinn ánægðasti með hraðan, hafði aldrei farið jafn hratt upp með viðskiptavini.
Á leiðinni niður svifti af fjallinu og þegar við stoppuðum til að fá okkur hádegismat sáum við vel hvar við höfðum verið rétt áður. Fórum í bæjarferð seinnipartinn til Ibarra sem er 100.000 manna borg hér niðri í dalnum fyrir neðan La Esperanza. Fórum á markað og reyndum að finna póstkort en þau fundust hvergi, ég hefði hinsvegar getað skellt mér í klippingu fyrir tvo dollara. Dagný keypti sér ís í brauðformi á 25 cent og ég fékk mér hálfan lítra af gosi á 45 cent. Það verður seint sagt að það sé dýrt hérna.
Á leiðinni niður svifti af fjallinu og þegar við stoppuðum til að fá okkur hádegismat sáum við vel hvar við höfðum verið rétt áður. Fórum í bæjarferð seinnipartinn til Ibarra sem er 100.000 manna borg hér niðri í dalnum fyrir neðan La Esperanza. Fórum á markað og reyndum að finna póstkort en þau fundust hvergi, ég hefði hinsvegar getað skellt mér í klippingu fyrir tvo dollara. Dagný keypti sér ís í brauðformi á 25 cent og ég fékk mér hálfan lítra af gosi á 45 cent. Það verður seint sagt að það sé dýrt hérna.
No comments:
Post a Comment