um helgina fór Jón Gauti í gönguskíðaferð með tveimur félögum Netklúbbs ÍFLM. Þau fóru og gengu um á Heiðinni Háu og var gott færi og nægur snjór til skíðaferðalaga. Veður var gott en það var byrjað snemma til að sleppa við slæma veðurspá sem áætluð var seinnipart dagsins.
Jón Gauti tók þessa mynd hér að ofan. Allir ánægðir og brosandi!!!
Einnig fór undirritaður á fjallaskíði sama dag (sá meira að segja fyrrnefnt fólk) með Erin Fiddick. Við fórum að Eldborgarsvæðinu og skíðuðum í átt að Draumagili til að skoða aðstæður. Á leiðinni rákumst við á Leif Örn, sem var að kenna snjóflóðanámskeið.
Eftir að hafa farið upp hjá Draumagili fórum við hring og komum niður aftur á Eldborgarsvæðinu. Friðjón Þ.