Þegar ein ferð endar þá tekur annað spennandi við. Leifur Örn Svavarsson stígur uppí flugvél í dag og er stefnan hjá honum, eins og Einari, Suður Ameríka. Takmarkið er samt sem áður annað og stefnir Leifur á hæðsta fjall heimsálfunnar, Aconcagua!
Aconcagua er 6.962 metra hátt og er hæðsta fjall í heiminum utan Asíu. Fjallið er ekki tæknilega erfitt en hæðin er það mikil að ekki kemst hver sem er á toppinn.
Nóg í bili og við bíðum spennt eftir fréttum af Leifi Erni þegar hann byrjar að takast á við fjallið!

FÞ